Skilmálar Netverslunar

Bónvörur afgreiðir pantanir um leið og greiðsla hefur borist og fær kaupandi tölvupóst því til staðfestingar.

Afhendingartími er að jafnaði 2-4 virkir dagar eftir að greiðsla berst.   Ef óskað er eftir að fá vöru afhenta samdægurs er hægt að sækja hana á Norðlingabraut 4 110 Reykjavík

Sendingarkostnaður er 1.090 kr og bætist hann við pöntun áður en greiðsla fer fram.  Ef keypt er fyrir meira en 10.000 kr fellur sendingakostnaður niður.  Pantanir sendast með Póstinum.

Netverð eru öll með VSK og reikningar eru gefnir út með VSK.  Vinsamlega athugið að verð á netinu getur breyst án fyrirvara.   Öll verð eru birt með fyrirvara um myndbrengl eða prentvillur og áskilur Bónvörur.is sér rétt til að hætta við viðskiptin hafi rangt verð verið gefið upp.  Ef greitt hefur verið fyrir vöru sem er ekki til á lager endurgreiðum við hafi greiðsla farið fram.

Skilafrestur og endurgreiðsla.  Hægt er að skila og fá vöru endurgreidda inna 14 daga frá vörukaupum.  Skilyrði er að varan sé ósködduð í upprunalegum umbúðum og kvittun fylgi.  Sendingarkostnaður greiðist af kaupanda nema ef um gallaða vöru sé að ræða.  Afsláttar- og útsöluvörum er ekki hægt að skila eða skipta. Vöruskil fara fram í Norðlingabraut 4 110 Reykjavík frá 13:00 – 17:00 alla virka daga.

Greiðslumöguleikar. Hægt er að greiða fyrir vörukaup með kreditkorti inn á öruggum greiðslusíðu Borgunar á vefverslun okkar. 

Einnig er hægt að millifæra sé þess óskað og þarf þá að senda staðfestingu á [email protected]

Trúnaður. Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin.  Upplýsingar frá kaupanda verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.

Lög og varnarþing. Ákvæði og skilmála þessa ber að túlka í samræmi við íslensk lög. Komi upp ágreiningur eða telji einhver að hann eigi kröfu á hendur netverslun Bónvörur.is á grundvelli þessara ákvæða og skilmála, verður slíkum ágreiningi eða kröfu vísað til meðferðar hjá íslenskum dómstólum.